> Lovísublogg
Lovísublogg
Hakuna Matata


24.7.03  

Ef einhvern vantar blog-hjálp, þá eru ágætis leiðbeiningar í gestabókinni minni...;) Takk fyrir þetta Grétar!
Já, ef það eru ennþá einhverjir lesendur þessarar síðu þá hafið þið væntanlega tekið eftir því að ekki er mikið um blogg á þessum bænum, enda yrði það sennilega leiðinlegasta blogg internetsins! Já, ég geri nákvæmlega ekkert annað en að vinna og hanga heima hjá mér og horfa á sjónvarpið eða hlæja að hundinum mínum. En þessu fer þó fljótt að ljúka:) En mig sárvantar íbúð, ef einhver þarna úti veit um litla, sæta íbúð handa mér næsta vetur á viðráðanlegu verði yrði ég alveg obbosslega hamingjusöm:) Annars var ég að setja auglýsingu í laugardagsblaðið svo það er bara að krossa putta og vona að ég verði heppin:)
Fleira er sem sagt ekki að frétta í bili, mikið um að ske á Hoddnafirði...

Lovísa skrifaði | 13:23
|

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina
gamalt efni
tenglar