> Lovísublogg
Lovísublogg
Hakuna Matata


29.2.04  

Framhaldssaga af ljótu, vondu mönnunum sem búa í bílnum sínum fyrir utan sjoppuna mína... Núh! Þeir eru sem sagt búnir að vera að gera okkur lífið leitt síðan á fimmtudaginn og það þurfti að kalla lögguna til aftur í gærkvöldi sökum þjófnaðar og einhverra hótana. Hvað gerir löggan? Júbb, stingur þeim í steininn og hleypir þeim svo út aftur klukkan átta á morgnana. Hressandi að mæta í vinnuna og vera alltaf skíthræddur við eitthvað pakk! Við hringdum svo í lögguna áðan til að spyrja hvort þeir gætu ekki gert eitthvað við þetta bílógeð þarna, en svarið var: ef bíllinn er á númerum og honum lagt í löglegt stæði er bara eeeeekkert sem við getum gert". Oj þetta er svo pirrandi!

Held ég eigi aldrei aftur eftir að blogga 29. febrúar...

Lovísa skrifaði | 21:26
|

28.2.04  

Ég var boðin í mat í kvöld og svo var mér skutlað heim þegar heimilisfólkið hafði fengið nóg af mér. Þetta er nú kannski ekki frásögu færandi nema það að þegar við erum stopp á ljósunum á Hverfisgötu/Klapparstíg sé ég risastóran kastara og hvítan skerm. Stuttu seinna koma svo Selma Björns og Hilmir Snær trítlandi upp Klapparstíginn og taka sér stöðu á Hverfisgötunni. Svo hefur greinilega einhver hrópað „ooooooog action" því þau löbbuðu af stað niður áðurnefndan stíg. Við á bílnum fáum grænt ljós og gerum okkur líkleg til að keyra niður stíginn en snarhemlum áður en við smurðum fröken Selmu og herra Hilmi niður í götuna. Þarna stóðu þau og það var einhver dialog í gangi með mjög dramatísku augnaráði frá herra Hilmi (ég sá bara í hnakkann á fröken Selmu, flott greiðsla by the way...). Hvergi var skilti um það að stígurinn væri lokaður eða neitt slíkt, en þarna máttum við dúsa og aðrir bílar komust ekki leiðar sinnar þar sem við vorum þversum á veginum (eða svona svo gott sem). En fræga fólkið kláraði bara sinn dialog og gekk svo burt. Þá kom einhver ægilega pirraður gaur og bað okkur vinsamlegast um að hraða okkur niður götuna, við værum að trufla! Svo þegar ég fer út úr bílnum og er að ná í lyklana heyri ég kallað ofan af svölum þar sem upptakan átti sér stað „taka aftur, framendinn á bílnum sást í myndinni". Eflaust hafa þeir vandað okkur kveðjurnar;)

Oh, ég hélt um tíma að ég ætti leyndan aðdáanda, var smá stund að átta mig á því hver hefði svo kurteisislega skrifað í gestabókina mína, komst svo að því að ég á bara ekkert leyndan aðdáanda...

Vika í Svíþjóðarför, best að fara að æfa mig í sænskunni;)
En öl tack!

Lovísa skrifaði | 23:19
|

27.2.04  

Ég var ansi rækilega minnt á það áðan að ég er staðsett í miðbænum. Ég var að vinna og varð vör við tvo menn fyrir utan sem voru þar á bíl. Þeir komu svo hvor í sínu lagi ansi oft inní sjoppu, báðir svo haugafullir og útúrdópaðir að ég hef varla séð annað eins. Þeir voru með kjaft, dónaskap og derring eins og tíðkast hjá mörgu af þessu fólki, enduðu svo á að hóta mér og Kormáki (manninum mínum sko ehemm... hehe) lífláti með því að pissa framaní mig (samhengi anyone?). Eftir notalegt spjall (!) enduðu þeir á því að hóta mér og stela sígarettupakka og einhverju smádrasli. Ég hringdi að sjálfsögðu á lögregluna og hitti á ansi indælan mann. Hann sagði að þeir myndu kíkja við eftir smá stund. Eftir hálftíma hringdi ég aftur og spurði hvort þeir væru í alvörunni ekkert á leiðinni þar sem mennirnir tveir hefðust ennþá við í bíldruslunni sinni fyrir utan. Eftir 45 mínútur frá fyrsta símtali kemur löggan loksins og tekur annan manninn (hinn var farinn) og ég var beðin um að leggja fram kæru og eitthvað svoleiðis dótarí.
Fleira fólk í svipuðu ásigkomulagi heiðraði mig með nærveru sinni eftir þetta og rúsínan í pylsuendanum var svo blindfullt kerlingargrey sem brast í grát á leiðinni út því hún ber svo mikla virðingu fyrir mér (!!!). Tek það fram að ég hef aldrei séð konuna áður;)
Alltaf hressandi að búa í 101 Reykjavík... Held ég flytji uppá Kjalarnes!

Lovísa skrifaði | 00:10
|

25.2.04  

Sjitt! I´m old... strákur sem ég passaði þegar hann var sirka eins til tveggja ára er kominn með sína eigin bloggsíðu! Ehhhh...

Lovísa skrifaði | 22:10
|  

Guð hjálpi mér! Í góðmennsku minni tók ég þriggja tíma aukavakt í vinnunni í dag. Það sem ég áttaði mig hins vegar ekki á var það að í dag er öskudagur... sem þýðir náttúrlega að misfalskir og misvel málaðir krakkar í "grímubúningum" koma og heimta að fá að syngja og þiggja nammi fyrir. Ok, ég hef lent í þessu áður og þá reddaðist það með því að segja að allt nammi væri hreinlega búið. Hvernig er hægt að segja það þegar maður vinnur í sjoppu? Ég þurfti sem sagt að hlusta á nokkur vel valin lög í skelfilegum útsetningum, og hef nú hugsað mér að koma því á framfæri við tónmenntadeild Kennó að klóna verðandi tónmenntakennara svo hægt sé að kenna þessum greyjum almennilega að syngja. Hafði ekki meiri þolinmæði en „Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn". Já flott hjá ykkur, fáiði nammi og bless bless! Á milli þessara skemmtilegu heimsókna þurfti ég að lesa Innansveitarkroniku. Jább, ég veit, ég verð líka þreytt bara á að heyra nafnið, hvað þá að lesa þennan viðbjóð. Höfundinn ætti fyrir löngu að vera búið að banna og afnema skyldulesningu á einhverjar bækur sem hann hefur skrifað. Ég bókstaflega þoli ekki manninn sem rithöfund, kynntist honum aldrei öðruvísi! Skil bara ekki af hverju hann má skrifa á svona kolvitlausri íslensku. Hann hefur eflaust bara verið les- og skrifblindur og verið voða kúl á því og sagt að þetta sé hans stíll! Já, ég er að tala um Halldór Laxness...

Lovísa skrifaði | 18:15
|

24.2.04  

Ahhh, komin heim úr sveitasælunni. Mikið var það nú notalegt að vera heima að slaka á. Gerði bókstaflega ekki neitt nema mygla í Lazy boy og horfa á sjónvarpið, fara í göngutúra með mömmu og booooooorða. Smá sýnishorn af matseðli... hreindýrakjöt með öllu tilheyrandi:) saltkjöt og baunir:) namminamminammi... Svo held ég bara að ég fari ekkert meira heim fyrr en á Humarhátíð í sumar. Vænti þess að allir lesendur þessarar síðu mæti þangað (já og Hildur, nú áttu bara ekki fleiri afsakanir fyrir að mæta ekki! og hananú!!!!)
ok Annað hvort er stærðfræðikunnáttan eitthvað að bregðast mér eða tíminn er bara svona obbosslega fljótur að líða. Við heiðrum Sverige með nærveru okkar eftir aðeins 11 daga. Jóna er þetta rétt?
En áður en að því kemur, kemur soldið spennandi í ljós. Hvað það verður fáiði kannski að vita ef vel fer;)

Lovísa skrifaði | 20:47
|

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina
gamalt efni
tenglar