>
Lovísublogg Hakuna Matata |
23.4.04 Húff! Maður verður nú að vera með, getur ekki verið hallærislegur! Já ég er að sjálfsögðu að tala um blog.central.is, allir að skipta svo ég ákvað að prófa. Heyrðu þetta er svona svakafínt kerfi, sérstaklega fyrir fólk með takmarkaða stafræna kunnáttu eins og ég sjálf:) Tjékkitt---> :) Lovísa skrifaði | 15:08| 22.4.04 Það er komið sumar, sól í heiði skín og allur pakkinn. Já ljúft var það í dag maður, hef einnig sterkar heimildir fyrir því að Hildur hafi komið heim milli hálfsjö og hálftólf, allavega er einhver taska í forstofunni minni, hmmm;)
| 21.4.04 Fyrir ekki svo löngu var mikil og hörð umræða um upptöku skólagjalda við Háskóla Íslands. Þetta er náttúrlega alveg fáránlegt dæmi og margir munu örugglega þurfa að hverfa frá námi sökum þess að eiga ekki fyrir skólagjöldunum ef af upptöku þeirra verður. Kennaraháskóli Íslands er einnig ríkisrekinn háskóli og því varðar þetta mál okkur líka hér í Kennó. Í mars fóru tveir meðlimir SKHÍ á fund Listen (sem er samráðsfundur stjórna norrænna kennaranema) og lögðu fram ályktun um upptöku skólagjalda við HÍ. Það er skemst frá því að segja að fulltrúar stjórna allra kennarasamtaka á Norðurlöndunum skrifuðu undir þessa ályktun, við erum að tala um að þetta eru um 50 þúsund félagsmenn. En frú Menntamálaráðherra sá sér ekki fært að taka við þessari ályktun... kerlingargreyið! Hér er fréttin:) Lovísa skrifaði | 11:53| 20.4.04 Eiiiinmitt þegar allt virðist stefna í eina átt, gerist einn lítill atburður og skyndilega tekur maður u-beygju og er á leiðinni í hina áttina! Oh hvað mér finnst svona ákvarðanatakanir leiðinlegar. Ég meina Jóna er með ansi gott tilboð, en ég er líka búin að fá annað tilboð sem er bara pínulítið betra;)
| 18.4.04 Tölvur og ég! Af hverju valdi ég upplýsingatækni sem kjörsvið á næsta ári? Ég er að vinna sérkennsluverkefni sem telur eina heila einingu (já þið hin þarna í HÍ og HR búin í kennslu og búin í prófum, ég á ennþá tvær vikur eftir í skólanum og tvö stór verkefni fyrir próf!!!). Ég var búin að skrifa þrjár blaðsíður í dag um ráð fyrir kennara varðandi nemendur með dyslexiu, uppruna dyslexiu og fræðilegar útskýringar um dyslexiu þegar tölvu/flugvéladraslið mitt ákvað að nú þyrfti Word að fara að sofa. Ég er enginn snillingur í að muna eftir að seiva þegar ég er að skrifa á fullu þannig að allt sem ég var búin að vinna, hvarf bara með helvítis Wordinu. Ég missti skyndilega allan áhuga á dyslexiu og las bara um fjölgreindir í skólastofunni í staðinn! Sem sagt dásamlegur sunnudagur hjá mér eða hitt þó heldur!
| Það eru mjög sérstakir karakterara í kór... því komst ég að í gær! Ég stal bílnum hennar Jónu og brunaði í kórpartý (sem var haldið btw. í ekkert smá flottu húsi). Þegar þangað var komið voru flestir komnir á fjórða/fimmta bjór og stemningin eftir því. Strax var hent í mig sönghefti og mér skipað að taka undir (kommon, kórpartý og þá syngur maður að sjálfsögðu). Kórmeðlimir spiluðu undir á 100 ára gamlan flygil (vá hvað hann var floooottttuuuuurrrr), þrjá gítara, tvær bongótrommur og harmoniku. Algjör snilld:)
| 17.4.04 Við erum æææææææði:)
| 16.4.04 Fjúkkit maður! Engin kossaflensa handa mér:) Fékk að skipta á henni og streptókokkum í hálsi og blóði! Oh svo heeeeppiiiin;) En mál málanna fyrir ykkur sem hafið gaman af tónlist!
| |
|
||||