8.7.03
Ok! Getur einhver sagt mér hvernig ég losna við þessa leiðindakassa þarna af blogginu mínu, þetta er dáldið pirrandi...
Lovísa skrifaði |
13:28
|
Ætli þynnkan sé ekki runnin sitt skeið? Allavega svona bróðurparturinn af henni, en ég er reyndar ennþá raddlaus og er nokkuð viss um að það verði svoleiðis aðeins lengur:(
En mikið ógeðslega var gaman um helgina... Miiiiiikið drukkið, mikið dansað og mikið sungið. Ég djammaði að sjálfsögðu fimmtudag, föstudag og laugardag og var því nokkuð þreytt í vinnunni á sunnudag, en hverjum er ekki sama um það? Hitti endalaust mikið af skemmtilegu fólki, fólk sem ég hafði ekki hitt lengi og svoleiðis:) Best þótti mér þó á föstudagskvöldið þegar ég stóð hin "rólegasta" niðrá bryggju og fann þá einhvern horfa alveg svaaakalega stíft á mig. Ég varð fyrst hálfvandræðaleg en fattaði svo að sjálf Særún Jónsdóttir var bara mætt á Humarhátíð. Ég held ég hafi öskrað og knúsað hana í svona korter eða þar til hún var orðin blá í framan;) Ég fékk svo mikla gæsahúð að ég hélt ég myndi brotna...
Þið sem mættuð ekki, þið misstuð af mjög miklu, en þið komið þá bara næst;)
Lovísa skrifaði |
13:25
|
|