>
| Lovísublogg Hakuna Matata |
|
9.9.03 ok... það er alveg örugglega enginn sem les þessa síðu lengur. Enda kannski ekki skrýtið, eigandinn ekkert sérlega duglegur í að uppfæra;) Ég er sem sagt byrjuð í Kennaraháskólanum og þetta er alveg ágætt bara. Sumir kúrsar náttúrlega skemmtilegri en aðrir en það er nú bara eins og gengur og gerist. Þetta er allavega skemmtilegra en kvikmyndafræði dauðans:/ Svo fékk ég vinnu með skólanum, það er nauðsynlegt þar sem borg óttans er nú í dýrari kantinum, say no more... Er í gríðarlega skemmtilegri vinnu á Bónusvídeó, já, ég stefni sko hátt í lífinu hehehe;) Hmmm! Hvað meira... Jú, ég er að gerast "fadder" fyrir sænska nemendur hér í Kennó, hlakka voða til að hitta þessa krakka og tala sænsku í allan vetur:) Svo drifum við Hildur okkur í inntökupróf hjá Gospelsystrum í gær og viti menn, þær voru svona glimrandi ánægðar með okkur og hleyptu okkur inn í kórinn eftir bara þriggja mínútna inntökupróf. Svona erum við nú klárar, hehehe!
| |
|
||||
|
|
|||||