> Lovísublogg
Lovísublogg
Hakuna Matata


18.9.03  

Búhúhúhúhúúú af hverju þarf ég að vera svona illa gefin? Ég bara skiiiiiiiil ekki þessa helvítis stærðfræði. Hverjum datt eiginlega í hug að hafa þetta skyldufag á fyrsta ári? Ég meina ég ætla aldrei að koma nálægt stærðfræði í framtíðinni og síst af öllu að fara að kenna einhverjum stærðfræði. Hér með óskast einhver sem getur kennt mér þessa grein dauðans (ég veit að allir sem skilja stæ deyja úr hlátri þegar þeir sjá bókina mína, en vinsamlegast hlæið ekki í kringum mig, ég er sérstaklega viðkvæm fyrir þessu ógeði þessa dagana).

Já, ég er sem sagt búin að skella mér á ADSL tengingu þannig að það er ekki langt að bíða þess að ég verði nettengd heima hjá mér. Og ekki veitir af. Allar setningar hjá öllum kennurum enda svona: ...á netinu. Þarf reyndar fyrst að manna mig uppí að fara með tölvuna mína í strætó (helvítis bílleysi), þeir vilja nefnilega endilega setja upp mótaldið fyrir mig þessar elskur þarna í Kringlunni:)

Og þar sem ég hef ekki nóg að gera við það að vera í skóla, vinnu og kór, ætla ég að drífa mig í annan kór:) Eða allavega að skoða það. Það er nefnilega stofnfundur Kennó-kórsins á eftir og ég ætla svona að sjá hvernig þetta verður allt saman.

Ég er farin, ætla að undirbúa mig andlega undir stærðfræðifyrirlestur... *æl*

Lovísa skrifaði | 12:20
|

17.9.03  

Jæja, þá er mín komin með meðleigjanda. Hildur ofurskutla flutti inn til mín um helgina og við héldum uppá það með því að detta rækilega í það. Ó boj! Eftir einn og hálfan líter af rósavíni og dágóðan slatta af vodka ákváðum við að kíkja í bæinn. Það var alveg hrikalega gaman og langt síðan ég hef skemmt mér svona vel. Enda ekki djammað síðan á Humarhátíð;)

Svo fór ég á fyrstu kóræfinguna mína í gær og ég er ekki alveg að meika þetta held ég. En ég gefst nú samt ekki upp og fer að sjálfsögðu galvösk á næstu æfingu. Ég meina MA kórinn taldi um 40 manns, Gospelsystur Reykjavíkur telur 102 konur sem allar kunna svaka mikið að syngja. En þetta voru nú samt mjög hressar konur á öllum aldri (frekar samt á efri aldri;)) og ég vona bara að ég höndli þessi þrjúþúsund gospel lög sem ég fékk í hendurnar í gær...

Jæja, ég er að hugsa um að rölta uppí Kringlu (helvítis bílleysi) og fræðast aðeins um ADSL tengingarnar sem þeir eru að bjóða uppá þarna. Er að verða geðveik á netleysinu heima hjá mér....

Over and out.

Lovísa skrifaði | 12:27
|

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina
gamalt efni
tenglar