> Lovísublogg
Lovísublogg
Hakuna Matata


28.9.03  

Oh! Ritgerðin sem ég ætlaði að klára í dag er ekki búin. En hins vegar voru bakaðar pönnukökur hér í dag og þær voru mjög góðar:) Æ ég á hvort eða er ekki að skila henni fyrr en 24. október svo þetta er í góðu lagi.

Er að dunda mér hér á netinu, svo mikil læti í þessu húsi að ég get eiginlega ekki sofnað. Var að tala við fyllibyttur á msn sem voru að koma af Kåren, hefði alveg verið til í að vera líka nýkomin heim af Kåren en þess í stað bíð ég bara næstu helgar. Voða gaman hjá mér að reyna að klóra mig fram úr því sem þau voru að segja, merkilegt hvað þessir takkar á þessu lyklaborði þvælast fyrir fólki þegar það hefur fengið sér í aðra tána;) hihi...

Annars er Hildur roomie byrjuð að blogga aftur og hefur djúpsteikta Ameríkan hennar breyst í gufusoðið Ísland! Mögnuð skvísa alveg hreint:)

Er ekki málið að setja stelpu-vælumynd í tækið, skríða undir teppi og sofna í sófanum, jú ég held það! gónótt:)
urrrrrrrrrrrr, ég er með Júróvisjón lagið Hasta la vista baby á heilanum og það versta er að þetta er eina línan sem ég kann í þessu bölvaða lagi... Af hverju haldiði að ég sé með þetta á heilanum?

Lovísa skrifaði | 01:30
|

26.9.03  

Jæja, þá er maður kominn með ADSL.. Vantar eiginlega bara 70 þúsund króna kaffihúsakaffivél á eldhúsbekkinn minn og þá er ég orðin góð hehe!

Annars um leið og ég tengdi ADSLið í gærkvöldi fór tölvan að vera með einhverja stæla, var sem sagt með vírus:( Þakkir dagsins fá sem sagt Rikki (tjah, eiginmaður bekkjarsystur minnar sem informeraði hana um hvað ég átti að gera og hún sagði mér svo, gott plan?:) og Gísli sem sjúkdómsgreindi tölvuna mína í gær og reddaði mér æi einhverju sem losaði mig við þennan leiðinda vírus.

Oh! Ég er svo hrikalega mikið að drepa tímann því ég nenni ekki að læra. Var að koma heim úr skólanum og um helgina ætla ég að gera eitt stykki ritgerð og reyna að reikna þessa helvítis stærðfræði. Svona til að gefa ykkur smá hugmynd um stærðfræðikennarann minn er það kona á sextugsaldri (þið vitið, ein af þessum sem fer alltaf í "lagningu" einu sinni í viku), gengur ALLTAF í pilsi (bekkurinn hélt reyndar um daginn að hún væri í þremur í einu en það er nú önnur saga), með varalit (mikið bleikan) á tönnunum og getur ómögulega komið efninu frá sér án þess að flækja það í stóran hnút. Hún hefur allt of mikinn áhuga á stærðfræði en kann hins vegar ekki að kenna (og hvað er það kaldhæðnislegt að vera kennari við Kennaraháskólann og kunna ekki að kenna?). Hún talaði t.d. í 90 mínútur um daginn um það hvað hún hafi gert stórkostlega 20 blaðsíðna ritgerð um töluna 60!!! Þarf ég að fjölyrða eitthvað meira um þetta? Nóbb, held ekki. En ég þarf seriously á hjálp að halda í stæ:(

Jæja, best að fara að læra... en fyrst samt í Bónus, svo þarf örugglega að ryksuga stofuna og skipta á rúmunum, sennilega eitthvað skemmtilegt að byrja í sjónvarpinu og svo þarf ég að fara að elda, DAMN get ekki byrjað að læra;)

Lovísa skrifaði | 16:06
|

22.9.03  

Hmmm! Annað hvort sakna allir Skaufbæingar okkar Jónu svona mikið að þeir geta ekki einu sinni bloggað og sagt frá einhverju skemmtilegu sem er um að vera EÐA það er ekkert skemmtilegt þarna eftir að við fórum (sem er náttúrlega töluvert líklegri skýring en sú fyrri...)

Emmy verðlaunin í nótt, ég hreiðraði um mig í sófanum með Skúbbídú og sæng, sofnaði svo klukkan tvö þegar aðalverðlaunin voru eftir. Algjör bömmer, vaknaði svo þegar Stöð 2 var að skipta yfir á Popptíví! Já, ég er sem sagt komin með Stöð2, algjör pæja:)

Eftir að ég kom heim frá Hrafnhildi í gærkvöldi fór ég að lesa fréttablaðið. Þar var mikið rætt um umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins og einhverjum gáfnabitanum datt nú í hug að hafa frítt í strætó fyrir börn og ungmenni (sem ég giska á að sé fólk upp að 18 ára aldri) á háannatímum. Mmmmm já, þetta á eftir að leysa mikinn vanda því börnin og ungmennin eru náttúrlega að teppa allar götur með bílunum sínum... duh!! Annars varð ég mjög glöð í morgun þegar ég fór í strætó (já, það var svo ógissla kalt að ég gat ekki labbað alla leið í skólann), því það var blár poki yfir peningabauknum sem þýddi að það er frítt í gulu limmana í dag:)

Þakkir dagsins fær svo mamma mín fyrir að hafa prjónað á mig þessa dásamlegu húfu og þennan stóra stóra trefil sem halda á mér hita í ógeðis kuldanum hérna...

Lovísa skrifaði | 11:47
|

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina
gamalt efni
tenglar