3.10.03
Victory victory victory!!! Hildur er búin að tala við kanínurnar og þau lofuðu að lækka í sér. Stelpugreyið var alveg eins og kleina þegar Hildur tilkynnti henni mjög vinsamlega að við hrykkjum upp við mikinn hávaða kvöld eftir kvöld. Hún vissi sko uppá sig sökina. Múhahahahaha:)
Nú er málið að fá sér verkjatöflu, annan sólhatt, tebolla og leggjast yfir gufu, segiði svo að ég leggi ekki mikið á mig til að komast í þetta partý í kvöld;)
Lovísa skrifaði |
14:18
|
ok! Dropinn sem fyllti mælinn... Síðastliðnar tvær nætur hef ég nákvæmlega ekkert sofið út af þessu helvítis kanínuliði þarna á efri hæðinni. Hef ekki ennþá séð þau en eins og vitur maður sagði áðan: "Það verður bara verra þegar það er komið andlit við hljóðin". En Hildur hetja er sem sagt búin að taka það að sér að tölta upp stigann, banka hjá þessu fólki og spyrja hvort það sé í alvörunni nauðsynlegt að leika í klámmynd á hverju kvöldi. Þvílíkur hávaði! Við stöllur vorum komnar hér fram um þrjúleytið í nótt og vissum eiginlega ekkert hvað við áttum að gera, ekki gátum við farið að sofa, svo mikið er víst! Annars er ég farin að hallast að því að allavega annað þeirra, sennilega konan, sé heyrnarskert. Allavega er svo mikill hávaði þegar þau tala saman að við heyrum orðaskil.
Te í morgunmat, sólhattur með c vítamíni í morgunkaffi og strepsils í eftirrétt! Já, andskotinn hafi það ég þurfti auðvitað að kvefast svona líka rosalega í gær og vakna með ógeðis hálsbólgu í morgun. Hvað er það týpískt að þetta hafi þurft að gerast akkúrat núna? Mamma að koma í bæinn á eftir og við ætluðum að rölta Laugarveginn og svo þetta hjúts MA partý í kvöld... En ég ætla ég skal í þetta partý, Hildur tók það ekki í mál að ég færi í apótekið svo hún hljóp þangað og skipaði mér að hafa mig hæga í dag þar sem hún ætlar ekki ein út í kvöld. En ég meina er ekki bara sexý að vera með trefil og nefmæltur? Haldiði að ég hljóti ekki bara að hössla? Jú, örugglega!
Jæja, best að halda áfram að sauma Rúdolf:)
Lovísa skrifaði |
11:32
|
1.10.03
Hvað er dásamlegra en að fá Visa reikning sem á stendur greiðsluupphæð:0kr. Er nú alveg hissa á að þeir hafi ekki látið mig borga 14kr. fyrir blaðið og sendingarkostnaðinn... En þetta var mikill gleðireikningur:)
Og vitiði hvað? Ég fór í stærðfræði hjá uglunni í dag og viti menn! Ég skildi hvað var um að vera og var meira að segja síðust út úr tíma... reyndar var þetta rúm-fræði svo það er kannski ekki skrýtið að ég hafi skilið eitthvað, hún liggur nebblilega betur fyrir mér en mengjafræðin hehehe;)
Annars var ég eitthvað að heyra af partýi á Vídalín næstkomandi föstudag, ætla ekki allir MA-ingar að mæta?
...er farin í vaskinn.
Lovísa skrifaði |
19:52
|
29.9.03
Fyrst ein tilkynning til Möddu mega í Sverige. Þú þarft engar áhyggjur að hafa af því sem við spjölluðum um á laugardagskvöldið;)
Æi ég nenniget ekki að fara að vinna... Var að vinna í gærkvöldi og nenniget þess vegna ekki að fara aftur í kvöld. Er líka ógeðslega illa sofin en merkilega lítið pirruð þrátt fyrir það hehe;) Það var nefnilega þannig þegar ég kom heim úr vinnunni á miðnætti að parið sem býr á hæðinni fyrir ofan (og ég vona svo sannarlega að þau rekist á þetta á netinu) var á fullu eins og venjulega. Þegar þau fara á fullt er enginn svefnfriður í húsinu í allavega klukkutíma! Meiri kanínurnar. Verst fannst mér nú samt þegar ég heyrði "Þú hefur verið vond stelpa" og svo einhver læti eftir það, hélt í alvörunni að ég myndi gubba. Jæja, mér tókst nú samt að festa svefn svona um tvö hálf þrjú leytið en var svo vakin upp með olnbogaskoti og uppskar myndarlega kúlu á ennið;) Svo milli sjö og hálf átta á hverjum mánudagsmorgni er eins og himinn og jörð séu að farast, þá koma nebblilega ruslakarlarnir og taka tunnurnar úr næstu götu en það er eins og þeir séu inní stofu með múrbrjót eða eitthvað álíka!
Heyrðu jú annars, ég nenni alveg að fara að vinna, er nefnilega að vinna af mér næstu helgi svo ég get farið að djamma á föstudaginn og verið þunn í friði á laugardaginn:) Vííí hvað ég hlakka til að fara að djamma:)
Jáh! Þá segjum við þessum þætti lokið í dag og ég minni á að það er stutt í fyrsta október!
Góðar stundir.
Lovísa skrifaði |
16:38
|
28.9.03
Oh! Ritgerðin sem ég ætlaði að klára í dag er ekki búin. En hins vegar voru bakaðar pönnukökur hér í dag og þær voru mjög góðar:) Æ ég á hvort eða er ekki að skila henni fyrr en 24. október svo þetta er í góðu lagi.
Er að dunda mér hér á netinu, svo mikil læti í þessu húsi að ég get eiginlega ekki sofnað. Var að tala við fyllibyttur á msn sem voru að koma af Kåren, hefði alveg verið til í að vera líka nýkomin heim af Kåren en þess í stað bíð ég bara næstu helgar. Voða gaman hjá mér að reyna að klóra mig fram úr því sem þau voru að segja, merkilegt hvað þessir takkar á þessu lyklaborði þvælast fyrir fólki þegar það hefur fengið sér í aðra tána;) hihi...
Annars er Hildur roomie byrjuð að blogga aftur og hefur djúpsteikta Ameríkan hennar breyst í gufusoðið Ísland! Mögnuð skvísa alveg hreint:)
Er ekki málið að setja stelpu-vælumynd í tækið, skríða undir teppi og sofna í sófanum, jú ég held það! gónótt:)
urrrrrrrrrrrr, ég er með Júróvisjón lagið Hasta la vista baby á heilanum og það versta er að þetta er eina línan sem ég kann í þessu bölvaða lagi... Af hverju haldiði að ég sé með þetta á heilanum?
Lovísa skrifaði |
01:30
|
|