> Lovísublogg
Lovísublogg
Hakuna Matata


25.10.03  

Þvílíkur snillingur sem ég bý með! Þegar ég kom heim úr skólanum og frá lækninum í gær var hún búin að þrífa svo hátt og lágt að það var hægt að borða af klósettsetunni, allt dauðhreinsað og fínt hérna:) Sem var reyndar soldið kaldhæðnislegt því nokkrum klukkutímum síðar var varla að sjá að einhver hefði verið að þrífa. Bekkjarpartýið var nefnilega soldið í því að hella niður, en það gerist bara í góðum partýjum svo ég er nokkuð sátt;) Reyndar eru þetta nú ekki mikil næturdýr í þessum bekk því ég entist lengst, var til hálffjögur á djamminu. Fór svo á rúntinn með manneskju sem ég hef ekki séð í ca tvö ár, bara gaman að því! Var svo komin á fætur hér um ellefuleytið, svo gjörsamlega raddlaus og á leiðinni á tónleika til að syngja! Ehhhh, skemst frá því að segja að kórstjórinn sendi mig heim aftur! Þegar ég kom heim, var þessi sami snillingur sem ég bý ennþá með búin að þrífa eftir partýið mitt! Í alvörunni, hvað er hægt að vera frábær? Þúsundmilljónskrilljónbilljón þakkir Hildurinn minn:) (sem er by the way núna á haus í eldhúsinu að elda dýrindis kjúlla og meððí)

hmmm! Kórpartý í kvöld, ég held ég sé ekki alveg að meika það sökum þreytu og raddleysis, það tekur nebbla ekkert smá á að vera raddlaus... Kannski fer ég samt, æj það kemur í ljós!

Lovísa skrifaði | 17:49
|

24.10.03  

Það virðist vera einhver tenging á milli þess að þegar ég er búin að plana brjálæðislegt djamm þá fæ ég kvef, hálsbólgu og restina af leiðindapakkanum! Áfengi hreinsar hálsinn, ég veit en ótrúlega pirrandi að þurfa alltaf að vera í einhverjum endalausum hreinsunarstörfum allan tímann hehe;)

Ég fékk svör við ýmsum spurningum í dag. Er svo gáttuð á einu svarinu að ég á ekki eftir að ná mér í margar vikur! Hefði aldrei trúað því að þetta ætti eftir að verða svona hrikalega magnað... Áhugavert þykir mér!

Ritgerðin búin, looooksins, dagurinn búinn að vera æðislegur. Þarf ekki að mæta fyrr en eftir hádegi á morgun svo nú ætla ég að fara að lúlla mér og safna kröftum fyrir átök komandi helgar. Veitir víst ekki af;)

Góða nótt og góða helgi lömbin mín!

Lovísa skrifaði | 01:18
|

22.10.03  

Ég fékk sjööööööööööööö!! Ég var ekkert rétt að skríða í stærðfræðinni heldur fékk ég sjö:):):) Gleðin og hamingjan alveg að fara með mig hérna megin!

Nú er bara að hamra inn ritgerðinni, skila henni á morgun og morgundagurinn verður svooo skemmtilegur. Alveg ótrúlega mikið um að vera. Þarf að fara til Keflavíkur, svo í klippingu og strípur og svo ætlum við Heiðdís að gera eitthvað skemmtilegt um kvöldið. Á föstudagskvöld er svo bekkjarpartý hjá mér (já mér tókst að bjóða 33 manns í partý hehe), útskrift í Kennó á laugardaginn og þá á kórinn að syngja og svo kórpartý um kvöldið! Ég giska á að ég verði ekkert sérstaklega hress á sunnudagsmorguninn þegar ég ætla að hitta Ástu og Erlu og gera með þeim ritgerð....

Er með svona netta strengi, fór loksins í ræktina í gær og ætla mér að fara aftur á eftir. Mjög gaman að vera loksins byrjaður aftur að hrista á sér rassgatið, nóg er víst af því til að hrista;)

Jæja, ætla að gera ritgerðina núna, wish me luck:)

Lovísa skrifaði | 15:50
|

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina
gamalt efni
tenglar