> Lovísublogg
Lovísublogg
Hakuna Matata


3.11.03  

Hmmm! Já, ég er víst ekki alveg að standa mig í bloggeríinu þessa dagana.

Það sem er svona helst á döfinni núna eru fjögur stór skilaverkefni í skólanum, eitt smá problem, þau hafa öll sama skiladag eða 17. nóvember nk. En maður er svo mikill stressfíkill að þetta reddast örugglega á réttum tíma!

Heyrðu jú svo er MA-partý númer tvö á þessari önn. Það verður næstkomandi laugardag á Gauknum. Byrjar klukkan níu, bjór og skot á tilboði og þeir sem mæta fyrir ellefu fá frítt á ball með Írafár um kvöldið. Þetta verður örugglega hörkustuð eins og venjulega, síðasta djammið á önninni, allavega fyrir mig (nema maður detti niður á eitthvað rosalega skemmtilegt hehehe;).

Svo er ég nú eitthvað að viðra þá hugmynd að vera hér í borginni um áramótin, planið so far er allavega hrikalega gott. Segi ykkur frá því seinna!

Já svo var Jóna eitthvað að reyna að sannfæra mig um að fara með sér til Sverige. Sú sannfæring gekk rosalega vel, nú er bara að skoða fjármálin aðeins og svo er aldrei að vita nema maður geti bara skellt sér í langa helgarferð á gamlar slóðir:) (já og Jóna, Skaufaskvísa er ljótt orð, mjög ljótt finnst mér).

Lovísa skrifaði | 16:13
|

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina
gamalt efni
tenglar