>
| Lovísublogg Hakuna Matata |
|
13.12.03 Þá er fyrsta einkunnin komin í hús! Get ekki annað sagt en ég er hrikalega hissa... Stærðfræðieinkunnin sem sagt komin, mín ekkert að slefa í 5 núna, bara með þessa fínu níu á hvolfi:) Váts hvað ég er ánægð:) Jæja, best að halda áfram að lesa greinar eftir Mörð Árnason, svakalega er maðurinn ekki skemmtilegur...
| 12.12.03 Jæja.. upptökupróf í ágúst! Ó já, gekk ansi hreint ekki vel í prófinu í gær en það bjargast þá bara í ágúst! Right? Launaði mig bara með því að fara í Kringluna. Fór þangað til að kaupa það sem ég átti að kaupa fyrir mömmu og ömmu, endaði á því að fara bara í búðir sem mig langaði í, máta föt og fara svo heim með kvöldmatinn óeldaðann í poka. Snillingurinn ég, gleymdi sem sagt því sem ég átti að gera. Bætti snarlega úr því í dag og barðist á móti straumnum í Kringlunni nú rétt áðan. Hvað er í alvörunni til mikið af fólki sem getur verið þarna? Í gær var troðið, í dag var troðnara og svo er ég að fara að jólast með Heiðdísi á morgun og þá verður troðnast...
| 10.12.03 ó Guð! Þetta er ekki á okkur leggjandi lengur. Bara nennigetiggi lært meira. Próf í fyrramálið og ég get því miður ekki sagt að ég sé búin að vera dugleg. En hey! Er það þá ekki bara önnur andvökunótt? Bara spyr...
| 9.12.03 Áfram höldum við með Fíladelfíu/Hvítasunnu sögurnar... Nú er sem sagt að hefjast hjá þeim einhver geisladiskasala og ég er búin að svara 6 manneskjum síðan klukkan eitt... Ef þetta heldur svona áfram neyðist ég til að segja fólkinu að leggja pening inná reikninginn minn og diskurinn komi svo í pósti. Get bara keypt svona tóma diska og sent þeim og sagt svo þegar þau hringja aftur að geislaspilarinn þeirra sé bara eitthvað bilaður. Þetta er ekkert djók! Lovísa skrifaði | 14:50| 8.12.03 Jiiiiibbbbbííííííí! Þroskasálfræðin búin og þá eru tvö stærstu og erfiðustu prófin búin. Endalaus gleði og hamingja eins og alltaf:) Reyndar held ég að ég sé bara komin með svefngalsa þar sem ég hef ekkert sofið síðan ég vaknaði á sunnudagsmorguninn klukkan tíu! En í staðinn fyrir að fara að sofa núna, er ég að hugsa um að kíkja barasta í ræktina og fá smá prófútrás:)
| |
|
||||
|
|
|||||