> Lovísublogg
Lovísublogg
Hakuna Matata


13.12.03  

Þá er fyrsta einkunnin komin í hús! Get ekki annað sagt en ég er hrikalega hissa... Stærðfræðieinkunnin sem sagt komin, mín ekkert að slefa í 5 núna, bara með þessa fínu níu á hvolfi:) Váts hvað ég er ánægð:) Jæja, best að halda áfram að lesa greinar eftir Mörð Árnason, svakalega er maðurinn ekki skemmtilegur...
p.s. takk fyrir að skrifa í gestabókina mína fólk:) Alltaf gaman að fá kveðjur!

Lovísa skrifaði | 11:13
|

12.12.03  

Jæja.. upptökupróf í ágúst! Ó já, gekk ansi hreint ekki vel í prófinu í gær en það bjargast þá bara í ágúst! Right? Launaði mig bara með því að fara í Kringluna. Fór þangað til að kaupa það sem ég átti að kaupa fyrir mömmu og ömmu, endaði á því að fara bara í búðir sem mig langaði í, máta föt og fara svo heim með kvöldmatinn óeldaðann í poka. Snillingurinn ég, gleymdi sem sagt því sem ég átti að gera. Bætti snarlega úr því í dag og barðist á móti straumnum í Kringlunni nú rétt áðan. Hvað er í alvörunni til mikið af fólki sem getur verið þarna? Í gær var troðið, í dag var troðnara og svo er ég að fara að jólast með Heiðdísi á morgun og þá verður troðnast...
Einhver er kannski að velta því fyrir sér hvort ég þurfi ekki að læra undir síðustu tvö prófin. Jú jú, en spurningarnar úr fyrra prófinu koma á netið á morgun og ég ætla ekki að lesa tíu greinar til að vera undirbúin til að svara þeim, óþarfa vinna;) Ætla frekar bara að velja mér tvær spurningar á morgun og lesa þá þær greinar sem ég þarf hehehe;)

Hey, hvernig verður þetta á annan í jólum heima? Verður eitthvað ball eða??

Lovísa skrifaði | 15:27
|

10.12.03  

ó Guð! Þetta er ekki á okkur leggjandi lengur. Bara nennigetiggi lært meira. Próf í fyrramálið og ég get því miður ekki sagt að ég sé búin að vera dugleg. En hey! Er það þá ekki bara önnur andvökunótt? Bara spyr...

Hóm svít hóm eftir 8 daga. Get varla beðið. Veit samt að þegar maður kemur heim og hittir fullt af fólki fara flestir að spyrja: a) hvernig finnst þér í skólanum? Ekki bara gaman? Gengur ekki vel?
b) velkomin heim, er ekki gott að vera kominn heim til mömmu og njóta frísins?
c) einhver önnur svona spurning...
Maður setur iðulega upp sparisparibrosið og segir júúúú (á innsoginu) mér gengur ágætlega og þetta er rosalega skemmtilegt. Og júúú (á jafnvel enn meira innsogi en áður) það er yndislegt að vera kominn heim á hótel mömmu (þarna á maður að líta skælbrosandi á múttu túttu sé hún með í för). Mér finnst þessar spurningar frekar leiðinlegar og verð hálfpirruð fyrstu dagana heima þegar sem flestir þurfa að spyrja. En á móti kemur, ef ég yrði ekki spurð yrði ég ennþá fúlli yfir því að öllum væri skítsama um mig. Aldrei er maður nú ánægður með neitt! En svona bæ ðö vei, ´81 árgangur, hver heldur partýið í ár?
Er að hugsum að fá mér að borða, pulsur og makkarónur, hollt og gott að hætti Svíanna;)

p.s. sá/sú sem týndi ljótunni sinni, er vinsamlegast beðinn um að koma og sækja hana. Hún hefur tekið sér bólfestu hér hjá mér og er orðin frekar uppáþrengjandi. Sækja núna takk!

Lovísa skrifaði | 19:45
|

9.12.03  

Áfram höldum við með Fíladelfíu/Hvítasunnu sögurnar... Nú er sem sagt að hefjast hjá þeim einhver geisladiskasala og ég er búin að svara 6 manneskjum síðan klukkan eitt... Ef þetta heldur svona áfram neyðist ég til að segja fólkinu að leggja pening inná reikninginn minn og diskurinn komi svo í pósti. Get bara keypt svona tóma diska og sent þeim og sagt svo þegar þau hringja aftur að geislaspilarinn þeirra sé bara eitthvað bilaður. Þetta er ekkert djók!

Lovísa skrifaði | 14:50
|

8.12.03  

Jiiiiibbbbbííííííí! Þroskasálfræðin búin og þá eru tvö stærstu og erfiðustu prófin búin. Endalaus gleði og hamingja eins og alltaf:) Reyndar held ég að ég sé bara komin með svefngalsa þar sem ég hef ekkert sofið síðan ég vaknaði á sunnudagsmorguninn klukkan tíu! En í staðinn fyrir að fara að sofa núna, er ég að hugsa um að kíkja barasta í ræktina og fá smá prófútrás:)

En það er annars helst að frétta frá Hornafirði að nágranni foreldra minna gleymir engu þegar kemur að jólaskreytingum. Við sjáum mynd:)

Lovísa skrifaði | 12:59
|

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina
gamalt efni
tenglar