> Lovísublogg
Lovísublogg
Hakuna Matata


31.12.03  

Jamm og já! Jólin búin, komin áramót og ég komin heim til mín í Reykjavíkinni. Hér ætla ég mér að eyða mínum áramótum í faðmi sambýliskonunnar og annarra vina;) hehehe, má eflaust misskilja þetta og geri það þeir sem vilja! Ég held að áramótin í ár geti ekki klikkað, þau voru ekkert skemmtileg í fyrra svo ég legg allt mitt traust á komandi. Ég meina, ísskápurinn nokkuð vel hlaðinn af alkóhóli, bíllinn hjá Hildi er svoleiðis úttroðinn af mat og öðru slíku, dressið er nýþvegið inní skáp og ég held í alvörunni að það geti ekkert klikkað! Þriggja rétta máltíð bíður okkar og má þar nefna hráskinku, fylltar stokkendur og alls konar gúmmelaði:) Aldeilis að maður er orðinn myndarlegur í eldhúsinu (ég eigna mér að sjálfsögðu allan heiðurinn að þessu þar sem þetta er mín bloggsíða hehehe).
Jæja! Ég ætla þá að ljúka þessu ári hér með og óska öllum gleðilegs árs, megi nýja árið verða töluvert skemmtilegra en það sem er að líða:)
Knúþ, Lovíþa!
já og pé ess, ég fékk gjafabréf frá yndislegu foreldrum mínum í jólagjöf, gjafabréf frá Æsland Express og er stefnan sett á Skaufabæ áður en ég verð tuttoþriggja (Ji minn eini, Æm óóóóóóóld...)

Lovísa skrifaði | 12:26
|

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina
gamalt efni
tenglar