>
| Lovísublogg Hakuna Matata |
|
31.12.03 Jamm og já! Jólin búin, komin áramót og ég komin heim til mín í Reykjavíkinni. Hér ætla ég mér að eyða mínum áramótum í faðmi sambýliskonunnar og annarra vina;) hehehe, má eflaust misskilja þetta og geri það þeir sem vilja! Ég held að áramótin í ár geti ekki klikkað, þau voru ekkert skemmtileg í fyrra svo ég legg allt mitt traust á komandi. Ég meina, ísskápurinn nokkuð vel hlaðinn af alkóhóli, bíllinn hjá Hildi er svoleiðis úttroðinn af mat og öðru slíku, dressið er nýþvegið inní skáp og ég held í alvörunni að það geti ekkert klikkað! Þriggja rétta máltíð bíður okkar og má þar nefna hráskinku, fylltar stokkendur og alls konar gúmmelaði:) Aldeilis að maður er orðinn myndarlegur í eldhúsinu (ég eigna mér að sjálfsögðu allan heiðurinn að þessu þar sem þetta er mín bloggsíða hehehe).
| |
|
||||
|
|
|||||