> Lovísublogg
Lovísublogg
Hakuna Matata


17.1.04  

Eftir þrjá bjóra í gærkvöldi ákvað ég bara að fara í náttfötin mín og fara að glápa á vídeó. Ekki hundi út sigandi í þetta ógeðis veður! Horfðum bara á Idolið og svo trítlaði Hrönn heim. Úrslitin ansi fyrirsjáanleg, en samt var pínu gaman að horfa á þetta:)
En í kvöld held ég að ég fari ekki í náttfötin fyrir miðnætti, allavega er Erna skvísa á leiðinni og er planið að borða eitthvað gott og drekka eitthvað voðagott líka:) Ætli það endi svo ekki einhvers staðar í bænum, mig grunar það enda er veðrið töluvert betra en í gær og því hægt að fara út úr húsi.
Annars er það af Svíþjóðarför okkar að frétta að við förum sennilega út 6. mars og lendum aftur á klakanum 15. mars. Ég er orðin alveg voðarosaspennt og býst við að Skaufbæingar séu farnir að sjóða saman dagskrá handa okkur frænkunum:)
Jæja, ekki dugir að drolla dolla, best að hoppa í sturtu og gera sig sætari;)
Adjö!

Lovísa skrifaði | 17:13
|

16.1.04  

Hmmm! Hildur er víst búin að eiga afmæli og er bara að spóka sig í Köben es vír spíking, alltaf gaman hjá mér að einbúast eitthvað! Síðasta einkunnin kom í dag og ég er svona nokkuð sátt við minn hlut. Svo er það víst mál málanna í kvöld. Idolið sem búið er að tröllríða öllu. Hún Hrönnsa ætlar að kíkja til mín í pizzu og bjór og svo horfum við saman á þetta. Held þó að nokkuð ljóst sé að Kalli Bjarni vinni þetta (ekki það að ég haldi með honum samt) en það verður gaman að horfa á þetta! Svo kíkjum við kannski eitthvað út og kannski ekki, kemur bara í ljós. En hún Erna frænka er líka komin í bæinn og við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt á morgun. Þannig að þessi helgi sem átti að fara í ekki neitt nema þrífelsi á þessu heimili, virðist bara ætla að enda í einhvers konar skemmtunum. Er það ekki bara ágætt?
Góða helgi:)

Lovísa skrifaði | 17:34
|

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina
gamalt efni
tenglar