31.1.04
Besta getnaðarvörn ever... sykurhúðað barnaafmæli. Ef ég fer út í kvöld (of mikill hávaði í afmælinu til að ég gæti átt fyrrgreint samtal við samviskuna mína) geng ég pottþétt með krosslagðar fætur niður Laugarveginn í kvöld!
Lovísa skrifaði |
18:18
|
Er á leiðinni í sykurhúðað barnaafmæli með tilheyrandi ehhh... skemmtun! Upptjúnaðir krakkar hlaupandi um allt öskrandi og gargandi! Men, you gotta love it...
Heyrðu hvurslags er þetta... Annað hvort er ég svona ægilega leiðinleg edrú, eða þá að ég er ómissandi gleðipinni í öll partý. Hún Eva María er að fara af landi brott eftir nokkra daga og er kveðjuveisla henni til heiðurs í kvöld. Síminn stoppar ekki og fólk hvetur mig til að mæta með öllarra í annarri og brandara í hinni! Þeir sem mig þekkja vita að það er ekki erfitt að peppa mig uppí eitthvað svona og Hildur segir að ég þurfi á þessu að halda. Já en ég er sko samt að fara að vinna í fyrramálið! Hmmm, best að eiga þetta samtal við samviskuna mína í einrúmi í sykursjokki eftir partýið sem hefst núna!
Lovísa skrifaði |
13:52
|
29.1.04
Jámm! Ýmislegt á seyði á Klapparstígnum, allt að gerast bara... Vonum bara að allt fari vel á endanum *krossaputta*. Ég horfði á leik Svía og Dana á EM í nótt og ó mæ God Jóna hvað við vorum vitlausar að fara í nám til Svíþjóðar en ekki Danaveldis... Gerum svona danskaliðið vs. sænskaliðið. Danska=goooooooood, sænska=ooooooold, nema náttúrlega mr. Lövgren og hann þarna Aarhus eða hvað hann heitir hehehe;) Annars get ég alveg sagt ykkur að það vantaði hana Jónu til að horfa með mér á leikinn. Gleymi því sennilega aldrei hversu fjólublá hún varð af reiði í fyrra þegar Íslendingar voru að keppa. Borðið mitt bíður þess sennilega aldrei bætur, hnefafarið er ennþá í borðplötunni hehehe;) Ég verð reyndar að hrósa íþróttafréttamanninum fyrir stórgóðan framburð í dönsku, held ég hafi verið 50 mínútur af leiknum að reyna að skilja hvað maðurinn væri að segja þegar hann Knúðsn skoraði já og vinur minn Jöösn (fyrir þá sem eru jafn tregir og ég í dönsku var hann að reyna að segja Knudsen og Jörgensen).
Veit einhver um far til Akureyrar 6. febrúar nk.? Ef svo er má sá hinn sami endilega láta mig vita...
húff! er að hugsa um að leggjast á meltuna, bakaði stórgóða pizzu áðan og fékk undireins viðurnefnið flatbökugerðarmeistari:)
Lovísa skrifaði |
19:48
|
27.1.04
Jæja! Var loksins að breyta og bæta við linkum hér hjá mér, ætlaði að gera það í ööööö september held ég;) Framtaksemin að fara með mig;) Bætti við link á Jónas, svo er Erna frænka byrjuð að blogga, og ég breytti loksins linknum á slóðina hjá Grétari! Skoooo mig:)
En núna vantar mig sko seriously Photoshop. Ef þið skoðið flottu flottu myndina af mömmu og pabba í færslunni hér fyrir neðan má sjá einhverjar lufsulegar skreytingar í bakgrunninum og það erum við ekki alveg að fíla. Langar að breyta þessu aðeins. Hvernig set ég samt myndir beint inná bloggið?
Annars held ég að nú sé kominn tími á vorhreingerningu, rykmaurarnir eru orðnir fleiri heldur en sokkapörin mín og þá er nú ansi mikið sagt!
Knús dagsins fær svo Jóna frænka, því ég veit að hún þarf að fá eitt slíkt:) Hlakka til að fara með þér til Sverige sæta spæta:) Baaara 39 dagar í brottför! Víííí:)
Lovísa skrifaði |
12:29
|
26.1.04
Kominn mánudagur, tvöfaldur fyrirlestur að baki og ég er strax komin með ógeð á skólavikunni! Til hamingju Lovísa, þetta gengur glimrandi hjá þér...
Árshátíðin síðasta laugardag var barasta mjög fín, ég allavega skemmti mér rosavel. Svo var hún bara búin of snemma og þá tók við svona hvað-eigum-við-að-gera-og-hvert-eigum-við-að-fara spurningakeppni, mér fannst hún ekki eins skemmtileg. Svo að ég tali nú ekki um fólkið sem beilaði á því að hitta mig í bænum, það fannst mér heldur ekki eins skemmtilegt..
Annars langar mig bara að benda á flottasta fólkið á þorrablóti Hornfirðinga síðastliðna helgi, við sjáum mynd:)
Lovísa skrifaði |
13:24
|
|