>
| Lovísublogg Hakuna Matata |
|
18.2.04 Ái-ái-ái-ái er svona beisikklí það eina sem heyrist frá mér þessa dagana. Erum að massa ræktina í orðsins fyllstu merkingu. Hrikalega fínt og ennþá betra þegar maður fær harðsperrur (já eða hassperur eins og einn gáfumaðurinn (munið, konur eru líka menn) orðaði það svo skemmtilega). Hildur stefnir eflaust á fitness með þessu áframhaldi, enda gellan orðin þjálfari í Baðhúsinu, ég stefni hins vegar á fat-fitness eða eitthvað svoleiðis;) Ætla þokkalega að taka hana í nefið...
| 16.2.04 Ooooooooooooohhhhhhhh mig langar svo að bjóða mig fram í Stúdentaráð Kennaraháskólans. Eitt minor vandamál, ég bara hreinlega þori ekki... Mig langar eitthvað svo ótrúlega mikið að hafa puttana í einhverju sem tengist skólanum (svona eins og í þriðjabekkjarráði, hagsmunaráði, Carminunefnd í MA). Einhver/jir gæti haldið að ég væri að mig langaði að gera þetta á öðrum forsendum, en það er vitleysa. Mig langar bara að gera eitthvað skemmtilegt sem ég held einmitt að þetta sé... Nú er bara að reyna að mana kjúklinginn upp í þetta, sjáum til hvernig það gengur! Lovísa skrifaði | 17:18| |
|
||||
|
|
|||||