> Lovísublogg
Lovísublogg
Hakuna Matata


20.3.04  

Stóóóóóóóóru verkefni skilað í gær. Mikill léttir sem fylgdi því. Ég fór í gær á ansi magnaða sýningu á Broadway. Þar var samankomið hornfirska skemmtifélagið sem sýndi „Með allt á hreinu" af mikilli list. Mér fannst þetta allavega alveg frábær, sérstaklega af því að ekkert af þessu fólki hefur atvinnu af söng eða dansi. Þetta var bara fólk sem hefur mikinn áhuga á dansi og söng:) Stórgóð skemmtun alveg:) Svo kíktum við á Sólon þar sem maður hristi á sér rassinn til rúmlega þrjú. Þá sagði gamla konan ég stopp og fór heim á leið.
Næsta vika verður svo í pakkaðri kantinum. Byrja að kenna á mánudaginn, svo eru kóræfingar, stúdentaráðsfundur, aðalfundur BÍSN, afmæli á föstudaginn og vinna næstu helgi. Ég elska að vera upptekin:)

Lovísa skrifaði | 19:00
|

17.3.04  

Aaaaaalllllt að verða viiiitlaust! Brjálað að gera, mig langar bara að vita hvort einhver eigi dönsk lög (á dönsku takk) inni á tölvunni sinni. Ef svo er, er sá hinn sami beðinn um að senda það á lovisag@simnet.is
Það myndi sko alveg bjarga einu verkefni hjá mér:)
Þeink jú;)

Lovísa skrifaði | 22:11
|

15.3.04  

Nú er það sko back to reality... Komin heim úr skemmtilegri og áhugaverðri reisu til Skaufabæjar. Það væri of langt mál að tíunda alla ferðasöguna hér, en skemmtileg var hún, því get ég lofað:) Við vorum búnar að ákveða að það yrði bjór á hverjum degi, en sú varð ekki raunin. Þetta var meira svona, fá skipti en mikil innbyrðing í hvert skipti ef þið skiljið;) Svo var verslað og er ég handviss um það að verslunar- og kaffihúsaeigendur Skaufans séu á hraðri niðurleið þessa vikuna eftir að við frænkur yfirgáfum bæinn.
Eftir tveggja tíma svefn brunuðum við frænkur af stað til Keflavíkur og vorum stoppaðar af löggunni. Bara svona reglubundið tékk (hvað er eðlilegra en það klukkan tæplega sex á laugardagsmorgnum?), við komuma til Köben beið okkar svo fimm tíma akstur upp til Skaufans og giskum við á að heildarsvefntími hafi verið í kringum 4-5 tímar eftir ferðalagið+nóttina...
Ég gæti haldið svona áfram en það er of langt mál...
-Bekkjarpartý einum og hálfum tíma eftir komuna til Skaufabæjar
-Fríhafnarvínið fór næstum því allt ofaní okkur það kvöldið (einungis þó vínið sem flokkast í sterka flokkinum... úps! ATH einnig svefntímann hér að ofan... úps!)
-Þynnkubömmer
-Pönnukökupartý
-Vöffluveisla
-Kaffihúsaferðir
-Verslunarferðir
-Kaffihúsaferðir
-Verslunarferðir
-Kaffihúsaverslunarferðir
-Verslunarkaffihúsaferðir
-Stelpupartý
-Afmælispartý
-Minnisleysi (sökum öööööö man það ekki...)
-Hlátursköst
-Tveggja manna vist fyrir svefninn, Jóna vinnur alltaf í spilum:(
-Kebabpizza (aðeins fleiri en ein þó)
-Heimsóknir
...og örugglega hellingur í viðbót sem ég er að gleyma (sjá minnisleysi hér að ofan).
En nú er það risastórt skilaverkefni á föstudaginn og svo á maður bara að fara að kenna á mánudaginn næsta takk fyrir takk!
Og líka takk fyrir skemmtilega daga í Skaufabæ:)

Lovísa skrifaði | 20:57
|

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina
gamalt efni
tenglar