>
| Lovísublogg Hakuna Matata |
|
27.3.04 Rosalegt stuð í gær. Fór í afmæli til Gísla sem haldið var í Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi. Ég ætlaði mér bara að vera róleg og fara snemma heim, en þið vitið hvernig það fer þegar maður planar svona... Gísli veitti vel af sterkri bollu sem varð alltaf sterkari og sterkari en samt fann maður alltaf minna og minna bragð, einhver töfrabrögð þarna í gangi;) Fínasta partý sem varð úr þessu. Svo var haldið niður í bæ þar sem ég var eitthvað að dandalast til rúmlega þrjú, fór þá bara heim, glöð og sátt við skemmtilegt kvöld:)
| 26.3.04 Ég hugsa að ég eigi eftir að gráta af gleði klukkan tvö eftir hádegi á morgun. Þá er ég nefnilega komin í frí þar til klukkan tólf á hádegi á sunnudaginn. Eða frí... þarf reyndar að vera uppí skóla frá 12-16 á laugardaginn og standa eins og álfur í einhverjum bás til að kynna tilvonandi stúdentum í KHÍ, væntanlegt félagslíf næsta árs. Það verður blómlegt, því getum við lofað. Annars var dagurinn í dag frekar strembinn (svona ef frá er talinn kærkominn korters blundur eftir hádegi). Það var nefnilega þannig þegar við mættum til kennslu í morgun að viðtökukennarinn okkar var veikur. Ímyndið þið ykkur hvað 24 ellefu ára gamlir krakkar reyna og reyna ekki þegar kennarinn sér ekki til. Við Erna þurftum allaveg að taka á honum stóra okkar... Það hlaut líka að vera, það gat ekki verið svona obbosslega einfalt að vera kennari;)
| 24.3.04 Er þetta nú ekki alveg týpískt? Allt vitlaust að gera hjá manni og þá dundar maður sér í einhverju eins og að blogga. laga til í blogginu og fleira. Lagfærði linkalistann minn, bætti inn nokkrum, tók út þá sem eru hættir og fíniseraði til:) Nú hugsa ég að ég fari fram í sófa og verði þar, þangað til á morgun:) Lovísa skrifaði | 18:06| Oh ég er alveg að meika´ða sýnist mér!
| 22.3.04 Ég öskraði ekki á neinn, það leið ekki yfir mig, ég fór ekki að grenja, ég skammaði engan, ég geispaði ekki neitt (þrátt fyrir takmarkaðan svefn í nótt), ég beit bara átján sinnum í tunguna til að fara ekki að hlæja og þetta gekk hreint ágætlega fannst mér. Já, ég er að tala um fyrsta kennsludaginn sem nú er búinn:) Ég er nokkuð viss um að ég hafi valið rétt nám, allavega enn sem komið er. Það er nefnilega sagt að maður fái strax á tilfinninguna hvort maður hafi valið rétt eða ekki í fyrstu æfingakennslunni. Orkumiklir krakkar í bekknum mínum, það verður ekki af þeim tekið, vildi að ég gæti sagt það sama um mig... er ekki alveg með orkuna í botni núna og er að fara að vinna:(
| 21.3.04 Eftir akkúrat hálfan sólarhring verð ég að klára að kenna tvöfaldan stærðfræðitíma! Wish me luck... Eitthvað sem segir mér að það sé svefnlaus/lítil nótt framundan! úff, svona nett stress sem er að gera vart við sig.
| |
|
||||
|
|
|||||