3.4.04
Ég hringdi í ma og pa í gærkvöldi til að láta þau vorkenna litlu stelpunni sinni aðeins. Ekkert gaman að segja frá því að þau vorkenndu mér bara ekki neitt, og ég sem er að drukkna úr hori og öðrum skemmtilegheitum! Í þessu samtali komst ég að því að pabbi minn les bloggið mitt og þykir honum nóg um partýútlistingar. Einnig skilja hann og mamma ekki þessa tjáningarþörf. Þá fór ég eiginlega líka að pæla.
Hvers vegna erum við að blogga? Ég byrjaði að blogga þegar ég bjó í Svíþjóð, því ég nennti ómögulega að hamra í bréf nokkrum sinnum í mánuði. Lét bara duga að færa fréttir inn næstum daglega og þá gat fólk bara lesið ef það vildi. Ok, get alveg skilið þetta... Svo þegar ég kom heim, bloggaði ég eiginlega ekkert í sumar (enda bróðir minn giftur tölvunni og ekki auðvelt að komast í hana) en byrjaði svo aftur á því í haust. Hvers vegna? Hvers vegna þarf maður að segja frá því hvað maður var að gera, hvað maður er að gera og að lokum hvað maður er að fara að gera? Er þetta þá ekki farið að hljóma einhvern veginn svona: „Ég fór í bíó í gær, er búin að vera að læra fullt í dag og svo er heví partý á morgun", daginn eftir sest ég við tölvuna: „Lærði helling í gær, heví partý í kvöld og gera má ráð fyrir sundferð á morgun". Skiljú? Einhver sem er með svarið? Haldiði að blogg og msn hafi áhrif á samskipti fólks í raunheimum?
Hvers vegna er enginn online? Ég ætti kannski að afsanna það að msn hefur ekki áhrif á samskipti fólks í raunheimum og hringja í einhvern... múhahaha, sá/sú hinn/hin sami/sama yrði eflaust ánægður/ánægð enda klukkan ekki orðin tíu á laugardagsmorgni! Helv...flensa:(
Lovísa skrifaði |
09:52
|
2.4.04
Ekkert boogie woogie í kvöld! Helvítis flensa:(
Lovísa skrifaði |
20:12
|
Á þessu heimili eru núna til c.a. 80 jógúrtbollur... Þannig að ef einhvern langar í jógúrtbollu, getur sá hinn sami haft samband og ég býð í jógúrtbollu (get meira að segja hitað jógúrtbollurnar í örbylgjunni) og kalda undanrennu. Nú ef enginn hefur samband, verð ég bara að treysta á Mána Stein að klára þetta um páskana... Hvað segirðu um það Erna? ;)
Tveggja vikna æfingakennslu er lokið. Í gær var ég gráti næst af reiði, í dag er ég gráti næst af gleði og allar minningar um óþekka krakka og hávaðasamar kennslustundir eru gufaðar upp. Kannski af því að þau sögðust aldrei hafa smakkað jafn góðar jógúrtbollur og gáfu okkur svaka sætt kort þar sem stóð hvað við værum æðislegar og skemmtilegar og allt þar á milli:)
Hvernig stendur samt á því að alltaf þegar risa-djamm er í uppsiglingu, legst ég í rúmið? Er alveg að óverdósa á verkjatöflum hérna núna. Kvef, hausverkur og hiti hrjá mig! Bóksölupartý í kvöld og MA-hittingur á Pravda klukkan ellefu annað kvöld (já spred ðe njús krakkar mínir). Þá er spurning, á ég að leggjast undir feld og koma hress undan helginni, eða á ég að reyna að hreinsa skítinn með fínu lyfi sem heitir Al Cohol?
Lovísa skrifaði |
15:47
|
1.4.04
Þolraun dagsins: Fara með 24 ellefu ára krakka í blautum snjó í strætó vestur í bæ. Fara í hálftíma göngutúr kringum Háskólabíó og fara svo með alla strolluna á sinfóníutónleika. Að þeim loknum, aftur út í blauta snjóinn sem gerir fáránlega harða snjóbolta og bíða eftir strætó. Fara aftur upp í skóla.
Hljómar kannski ekkert svo slæmt, en höfuðverkur gærdagsins er ekki enn farinn og nú hefur kuldi og nefrennsli bæst í hópinn. Já ó, gleymum því ekki heldur að Háskólabíó var fullt af krökkum frá 11 ára aldri.. hvað gera krakkar þegar þeir koma út í blauta snjóinn? Já einmitt! Reyna að drepa hvert annað með snjóstríði...
Síðasti dagur kennslunnar er á morgun. Þrátt fyrir slæma punkta, eru þessi grey nú alveg ágæt. Meira að segja svo ágæt að við ætlum að baka muffins (fara alltaf allir að hlæja að mér þegar ég segi jógúrtbollur. Þetta hefur bara alltaf heitið jógúrtbollur heima hjá mér og hana nú!) og fara með handa þeim á morgun. Það er alltaf auðvelt að sleppa sér yfir því sem illa fór en gleyma því sem vel fór. Þess vegna hef ég ákveðið að líta svo á þetta að þessar tvær vikur hafi verið stórglæsilegar og kennarastarfið eigi ennþá vel við mig. (kommon, ég má alveg lifa í smá sjálfsblekkingu hehe;))
Lovísa skrifaði |
15:04
|
31.3.04
Þvílíkur og annar eins dagur! Guð minn góður... Er ekkert viss um það lengur að ég ætli að verða kennari!
Mig langar ægilega mikið á tónleika í kvöld með Háskólakórnum og Vox Academica. Ég er hins vegar með hausverk dauðans, búin að éta verkjatöflur eins og brjóstsykur en ekkert gerist:( Ég er gjörsamlega búin á því eftir daginn og nenni ómögulega að fara í annað en joggarann. Það kostar 2000 kall inn og ég og strætó erum ekki beint bestu vinir... Þannig að... ef einhvern langar á tónleika með mér í kvöld, er sá hinn sami beðinn um að hafa samband. Nenni sko eiginlega ekki ein!
Æji hvað mig langar í páskafrí!
Lovísa skrifaði |
17:14
|
30.3.04
Jæja! Hvaða tilboð/herferð/söfnun/betl/etc.. ætli Hvítasunnusöfnuðurinn sé að fara af stað með núna! Símtöl síðan hálfeitt í dag, fjögur talsins... urrrrrr:(
Lovísa skrifaði |
14:03
|
Næsta helgi átti að vera róleg og laus við annars ágætan vin minn er nefnist Al Cohol. Er varla búin að skrá mig inná msn-ið þegar Siggi formaður smellir á mig skilaboðum, „hæ, bara að minna þig á bóksölupartýið á föstudaginn:)". Þar fór það! Annar í afmæli bóksölunnar verður sem sagt haldinn hátíðlegur föstudaginn næsta, þið getið lesið meira um það hér. Já og skoðað myndir líka:)
Já, veðraparadísin Reykjavík. It´s beginning to look a lot like Christmaaaaas laaaa la la la laaaaaa.
Nóttnótt:)
Lovísa skrifaði |
00:24
|
29.3.04
Ágæti viðtakandi!
Ráðið hefur verið í öll störf sem auglýst voru í Morgunblaðinu þann ?/03 2004. Við þökkum þér áhugann sem þú sýndir fyrirtæki okkar og óskum þér velfarnaðar í framtíðinni.
Með bestu kveðju
X
Djöfull er ég orðin ógeðslega leið á svona pósti:(
Já og hvað er málið með strætóbílstjóra sem stoppa ekki þegar maður ýtir á STOP takkann?
Horfði annars á Stellu í framboði í fyrsta skipti í gær. Gat alveg hlegið nokkrum sinnum, en það er ekkert sem slær Stellu í Orlofi út! Svo einfalt er það nú.
Ég er að fá heimsókn um páskana (allavega eftir því sem ég best veit). Erna ætlar að rúlla suður með krílin sín og þau ætla að vera hér á Klappó þann tíma sem þau eru í bænum. Ég ætla sko að vera uppáhaldsfrænkan. Hlakka til að fá að knúsa þau öll:)
Lovísa skrifaði |
17:05
|
28.3.04
Ekskjús mí! Hver sér eiginlega um þetta veður? Oj bara! Ég sem hélt að það væri komið vor... Men æ vos rong:(
Gærkvöldinu eyddi ég eins og sannri skinku sæmir. Uppí sófa að horfa á vídeó. Það var alveg hrikalega næs að slappa svona af. Eftir vinnu í dag var okkur Hildi boðið í syndsamlega góðan kjúlla hjá pabba hennar í Hafnarfirðinum. Allt í fína með veðrið þegar við fórum þangað (vorum á vel sléttum sumardekkjum nota bene...) en þegar við vorum að fara heim, var allt í einu komið gler á göturnar. Við spóluðum alveg fram og aftur og bíllinn lét ekkert að stjórn þannig að við létum okkur renna útí kant og pabbi hennar kom svo og bjargaði okkur. Þannig að ef þið eruð að fara frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og sjáið Daihatsu Charade einhvers staðar á leiðinni, þá bið ég bara að heils´onum;)
Vika númer tvö í kennslu að hefjast, ég hlakka mikið til þegar hún er búin. Maður er svo ægilega stressaður eitthvað í þessari kennslu. Verður fínt að fara aftur í skólann minn (já, þeim datt í hug að kenna mán og þri fyrir páska. Við megum nú ekki fá of mikið frí...).
Gleðilega vinnuviku!
Lovísa skrifaði |
23:45
|
|