> Lovísublogg
Lovísublogg
Hakuna Matata


6.4.04  

Oh you just gotta love some people:)
Erna og krakkarnir eru að koma í heimsókn á eftir, mikil gleði og hamingja:) Einkaþjálfarinn kom við í búð í gær og keypti frostpinnastangir til að eiga í frystinum þegar svona lítil krútt eru að koma í heimsókn. Þetta er nú svo sem ekki frásögu færandi nema það að ég stalst til að fá mér eina af þessum stöngum áðan (kommon, hún keypti tíu stykki, ég mátti alveg fá eina;)). Ég tók pakkann út úr frystinum og viti menn, þessar svokölluðu sportstangir eru sykurlausar. The moral of this story: Ætli það sé gaman að eiga mömmu sem er einkaþjálfari? ;)

Jæja, best að skondrast á fund. Eitthvað sem segir mér að þetta verði skemmtilegur fundur, það er nebbla svo skemmtilegt fólk í SKHÍ:)

Lovísa skrifaði | 16:22
|

5.4.04  

Jú vitiði, maður er háður því að geta haft samskipti í gegnum netið. Akkúrat í þessu komst ég ekki inn á skólapóstinn minn og þá skyndilega leit morgundagurinn út fyrir að vera eitt stórt mess! Spurningin var sem sagt hvort það lægju fundarboð inni í inboxinu mínu sem þýddi það að skólanum hjá mér lyki ekki fyrr en um átta/hálfníu (ótrúlega langir þessir fundir alltaf) eða hvort engin fundarboð væru og ég því komin í páskafrí um þrjúleytið á morgun. Alveg í panikki gerði ég síðustu tilraunina til að komast inná póstinn og viti menn, þá fungeraði allt heila klabbið;) Engin fundarboð, en samt eitthvað sem segir mér að þau komi ekki fyrr en seinna í kvöld...

Þar sem ég vinn í sjopputetri með skólanum hef ég verið að stunda svokallaðar „mannlífsrannsóknir". Það er sko ótrúleg flóra af fólki sem býr og verslar í 101... En ég hef soldið verið að hugsa. Munurinn á því sem konur og karlmenn versla. T.d. þegar karlmenn koma og kaupa sígarettupakka, velja þeir undantekningarlaust "harða" pakkann en konur biðja alltaf um í mjúkum pakka. Þegar velja skal súkkulaði (og hvað er málið með að koma alltaf með stærra og stærra súkkulaði? Risa hitt og Risa þetta?) biður karlpeningurinn um Risa-something en stelpurnar alltaf bara um lítið. Ef par kemur, tekur vídeó og kaupir bland í poka fyrir hundrað, hendir strákurinn næstum alltaf öðrum hundraðkalli á borðið um biður um lakkrís og sterka mola, á meðan stelpukindin er í súkkulaði/hlaup deildinni. Hvað segiði? Er þetta svona?

Páskafrí á morgun:) vúbbískúbbí:):)

Lovísa skrifaði | 23:03
|

Skoða gestabókina
Skrifa í gestabókina
gamalt efni
tenglar